Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. júní 2017 12:30
Elvar Geir Magnússon
Lið 7. umferðar í Inkasso: Samtals sex frá Selfossi og Fylki
Hákon Ingi er í úrvalsliðinu.
Hákon Ingi er í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Orri Sigurjónsson, markvörður Selfyssinga.
Guðjón Orri Sigurjónsson, markvörður Selfyssinga.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Aron Jóhannsson, leikmaður Hauka.
Aron Jóhannsson, leikmaður Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Sjöunda umferð Inkasso-deildar karla er að baki og kominn tími til að opinbera úrvalslið umferðarinnar.

Selfyssingar unnu 2-0 sigur á Leikni Fáskrúðsfirði þar sem Guðjón Orri Sigurjónsson átti mikilvægar vörslur í rammanum.

Gylfi Dagur Leifsson átti ansi góða frumraun í Inkasso í vinstri bakverði Selfyssinga og Svavar Berg Jóhannsson var maður leiksins, eins og hershöfðingi á miðjunni.



Keflvíkingar unnu annan sigur sinn í röð þegar þeir lögðu ÍR 3-1 á útivelli. Marc McAusland var öflugur í vörninni og Hólmar Örn Rúnarsson skilaði góðri frammistöðu á miðjunni og skoraði laglegt mark.

Fylkismenn unnu 2-0 sigur gegn Fram. Ásgeir Eyþórsson var flottur í vörninni, Emil Ásmundsson var aðalmaðurinn á miðjunni og Hákon Ingi Jónsson barðist eins og ljón og uppskar mark.

Aron Jóhannsson var maður leiksins þegar Haukar unnu 2-1 sigur á HK. Algjör lykilmaður í Haukaliðinu.

Elvar Páll Sigurðsson var valinn maður leiksins í 3-3 jafnteflisleik Leiknis R. og Þróttar. Þá var Jóhann Helgi Hannesson síhlaupandi þegar Þór vann Gróttu og er í úrvalsliðinu aðra umferðina í röð.

Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni.

Sjá einnig:
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner