Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. júní 2017 11:00
Elvar Geir Magnússon
Lokahópurinn fyrir EM opinberaður á morgun
Harpa Þorsteins varð markahæst í undankeppninni.
Harpa Þorsteins varð markahæst í undankeppninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur sent boð til fjölmiðla vegna fréttamannafundar sem verður í Laugardalnum á morgun klukkan 13:15.

Á fundinum verður lokahópur kvennalandsliðsins fyrir EM opinberaður af þjálfurunum Frey Alexanderssyni og Ásmundi Haraldssyni.

Fróðlegt verður að sjá hvort Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir fái kallið en þær hafa verið í kapphlaupi við tímann en eru allar komnar á skrið aftur.

Fótbolti.net verður á fundinum og færir ykkur fréttir af honum beint í æð.

Þá verður öflug sveit frá okkur á lokakeppninni í Hollandi. Ísland er með Frakklandi, Sviss og Austurríki í riðli í lokakeppninni og hefur leik gegn Frökkum þriðjudaginn 18. júlí.

Sjá einnig:
Myndband: Freysi fer yfir leiðina á EM
Harpa: Ég er tilbúin fyrir EM
Athugasemdir
banner
banner