Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. júní 2017 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maradona: Dani Alves er hálfviti
Maradona er ekki sérstaklega mikill Dani Alves-maður.
Maradona er ekki sérstaklega mikill Dani Alves-maður.
Mynd: Getty Images
Dani Alves, bakvörður Juventus, og argentíska goðsögnin Diego Maradona eiga í deilum þessa daganna.

Alves, sem er á förum frá Juventus, hefur undanfarna daga verið duglegur að skjóta á Maradona.

Maradona hefur nú ákveðið að svara Alves, en brasilíski bakvörðurinn sagði að Maradona væri ekki eins góður og Lionel Messi og áður hafði hann sagt að Maradona væri ekki góð fyrirmynd.

„Dani Alves er hálfviti," sagði Maradona við TyC Sports. „Hann gefur 28 sendingar og fjórar þeirra hitta á samherja. Sem 'fjarki' (hægri bakvörður), þá voru Cafu og Maicon góðir. Dani Alves? Greyið," sagði Maradona hress og kátur.

„Hann talar mikið þar sem hann spilar í stöðu á vellinum þar sem fótbolti er ekki spilaður. Þeir (hægri bakverðir) snerta boltann þrisvar sinnum og brjóta átta sinnum af sér í leik hverjum."
Athugasemdir
banner
banner
banner