Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. júní 2017 22:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mihajlovic: Balotelli til Torino? Af hverju ekki?
Balotelli gæti fært sig um set.
Balotelli gæti fært sig um set.
Mynd: Getty Images
Sinisa Mihajlovic, þjálfari Torino á Ítalíu, er opinn fyrir því að fá vandræðagemsann Mario Balotelli til félagsins ef markahrókurinn Andrea Belotti ákveður að fara annað.

Hinn 26 ára gamli Balotelli hefur verið orðaður við nokkur lið eftir gott tímabil með Nice í Frakklandi. Hann skoraði 17 mörk í öllum keppnum, en samningur hans rennur út í lok mánaðarins.

Belotti, sóknarmaður Torino, hefur verið orðaður við Manchester United og fleiri lið, en ef hann ákveður að fara, þá er Mihajlovic tilbúinn að fá Balotelli í staðinn.

„Balotelli til Tórínó? Ég myndi taka hann," sagði Mihajlovic þegar hann ræddi við Sky á Ítalíu.

„Ég fékk hann til AC Milan. Af hverju ekki að fá hann hingað," sagði hann enn fremur um sinn fyrrum leikmann.
Athugasemdir
banner
banner