Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. júní 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nkoudou í Chelsea treyju á mynd með stuðningsmanni Arsenal
Nkoudou í leik með Totteham.
Nkoudou í leik með Totteham.
Mynd: Getty Images
Það er óhætt að segja að Georges-Kevin Nkoudou, leikmaður Tottenham, hafi ekki átt sinn besta dag.

Nkoudou var keyptur til Tottenham frá Marseille síðasta sumar á 11 milljónir punda, en hans fyrsta tímabil á Englandi fór ekki alveg eins og hann hafði vonað. Hann átti erfitt með að vinna sér sæti í byrjunarliði Spurs og var ekki í myndinni hjá Mauricio Pochettino.

Nkoudou komst ekki mikið í fréttirnar á tímabilinu sem var að líða, en að tímabilinu loknu er hann strax kominn í fréttirnar.

Hann pirraði marga stuðningsmenn Tottenham þegar hann var myndaður ásamt stuðninsmanni Arsenal. Það var ekki það eina slæma við þessa mynd fyrir Nkoudou því leikmaðurinn var sjálfur merktur Chelsea frá toppi til táar.

101 Great Goals greindi frá þessu á Twitter og Nkoudou ákvað að svara fyrir sig. Hann sagði að treyjan hefði verið gjöf frá vini sínum, Michy Batshuayi, sóknarmanni Chelsea.

Hér að neðan má sjá mynd.





Athugasemdir
banner
banner
banner