Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. júní 2017 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nordtveit seldur frá West Ham eftir eitt tímabil (Staðfest)
Átti erfitt uppdráttar hjá West Ham.
Átti erfitt uppdráttar hjá West Ham.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur tilkynnt um sölu á miðjumanninum Havard Nordtveit eftir aðeins eitt tímabil. Hann er farinn aftur til Þýskalands, til Hoffenheim á 8 milljónir punda.

Þessi 26 ára gamli Norðmaður átti erfitt uppdráttar hjá West Ham, en hann kom þangað síðasta sumar frá Borussia Mönchengladbach.

„Ég vil þakka Havard fyrir vinnu sína á síðasta tímabili," sagði Slaven Bilic, stjóri West Ham, þegar tilkynnt var um brottför Nordtveit.

„Hann er stórkostlegur atvinnumaður og við óskum honum alls hins besta hjá Hoffenheim."

Nordtveit lék sinn fyrsta leik fyrir West Ham í Evrópudeildinni í júlí og heilt yfir lék hann 21 leik fyrir félagið.

Hann fer nú til Hoffenheim sem átti gott tímabil og endaði í fjórða sæti þýsku Bundesligunnar.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner