Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. júní 2017 13:00
Elvar Geir Magnússon
Roma hefur áhuga á Shaqiri
Shaqiri fagnar marki með svissneska landsliðinu.
Shaqiri fagnar marki með svissneska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Roma hefur sent Stoke fyrirspurn um svissneska landsliðsmanninn Xherdan Shaqiri samkvæmt frétt Gazzetta dello Sport.

Tvö ár eru síðan hinn 25 ára Shaqiri gekk í raðir Stoke.

Það stefnir í að Roma fái 35 milljónir punda frá Liverpool fyrir vængmanninn Mohamed Salah.

Shaqiri býr yfir miklum hæfileikum eins og sást á köflum á síðasta tímabili, þar á meðal í stórglæsilegum mörkum hans gegn Hull og Middlesbrough. Kálfameiðsli settu þó strik í reikninginn hjá honum.

Hann gat aðeins byrjað 21 úrvalsdeildarleik á liðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner