mið 21. júní 2017 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo tók ekki við spurningum hjá blaðamönnum
Ronaldo leikur listir sínar með boltann.
Ronaldo leikur listir sínar með boltann.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo ætlar ekki að tjá sig strax um framtíð sína hjá Real Madrid. Hann þurfti að mæta á blaðamannafund eftir sigur Portúgals á Rússlandi í Álfukeppninni í dag, en í stað þess að svara spurningum las hann upp yfirlýsingu þar sem hann talaði um leikinn.

Ronaldo skoraði eina markið þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Rússlandi og hann var valinn maður leiksins, annan leikinn í röð.

Þeir sem eru valdir menn leiksins þurfa að mæta á blaðamannafundi, en Ronaldo sleppti síðast þar sem hann þurfti að fá aðhlynningu strax eftir leikinn. Í dag mætti hann.

„Ég er mjög ánægður," sagði Ronaldo. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur á móti mjög sterku liði."

„Þetta er í fyrsta sinn sem Portúgal vinnur í Rússlandi og mér fannst liðið spila mjög vel. Við spiluðum á móti liði sem er á heimavelli, á móti liði sem pressaði okkur, en við vorum betri."

„Við fengum fleiri tækifæri en Rússland og vorum sigurvegarar. Við erum með fjögur stig og verðum að hrósa liðinu."

Eftir þetta brosti Ronaldo, stóð upp og gekk í burtu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner