Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 21. júní 2017 08:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Tilboði Juventus í Szczesny hafnað
Wojciech Szczesny kostar 13 milljónir punda
Wojciech Szczesny kostar 13 milljónir punda
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur hafnað Juventus 4,5 milljón evra tilboði í Wojciech Szczesny og krafist 14,7 milljónir evra, þetta segir götublaðið The Sun.

Samkvæmt The Sun er Juve að reyna að halda markverðinum í Seríu A eftir tveggja ára lánsdvöl hans hjá Roma er á enda komin.

Samningur hans við Skytturnar rennur út í júní 2018, en Arsenal hefur slegið þetta fjögurra milljón punda tilboð Ítalíumeistarana útaf borðinu.

Forráðamenn Arsenal telja hann vera virði nær 13 milljónum punda og eru tilbúnir að halda þeim pólska á bekknum frekar en láta hann fara fyrir lægra gjald.

Napoli og AC Milan hafa einnig verið orðuð við Szczesny, en eins og Juve, ætla þau ekki að greiða 14,7 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner