Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 21. júní 2017 09:50
Elvar Geir Magnússon
Tottenham vill 45 milljónir punda fyrir Walker
Powerade
Manchester City hefur áhuga á hægri bakverðinum Kyle Walker.
Manchester City hefur áhuga á hægri bakverðinum Kyle Walker.
Mynd: Getty Images
Skrtel aftur í enska boltann?
Skrtel aftur í enska boltann?
Mynd: Glogster.com
Góðan og gleðilegan dag. Hér er slúðurpakki dagsins. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Tottenham vill 45 milljónir punda fyrir Kyle Walker (27), varnarmann enska landsliðsins, sem er á óskalista Manchester City. (Daily Star)

Arsenal hefur sagt Barcelona að varnarmaðurinn Hector Bellerín (22) sé ekki til sölu. Forráðamenn félagsins eru vissir um að Spánverjinn fari ekkert í sumar. (Independent)

Arsenal hefur hafið viðræður við miðjumanninn Aaron Ramsey (26) um nýjan samning til að loka á óvissu um framtíð hans. (Daily Telegraph)

Juventus vill fá Matteo Darmian (27) frá Manchester United til að fylla skarðið sem Dani Alves mun líklega skilja eftir sig. Alves virðist vera á leið frá Ítalíumeisturunum. (Goal.com)

Ráðgjafi Cristiano Ronaldo (32) segir að Manchester United væri eini möguleikinn hjá Portúgalanum ef hann færi aftur í ensku úrvalsdeildina. (Daily Record)

Florentino Perez, forseti Real Madrid, segir að vangaveltur um framtíð Ronaldo séu „furðulegar" og ekki sé ætlunin að selja framherjann. (TalkSport)

Swansea hefur sent fyrirspurn til Fenerbahce um möguleikann á að fá Martin Skrtel (32) fyrrum varnarmann Liverpool. (Daily Mail)

Bojan Krkic (26) gæti enn átt framtíð hjá Stoke City segir framkvæmdastjórinn Tony Scholes. Krkic hefur verið orðaður við nokkur spænsk félög en hann var lánaður til Mainz hálft síðasta tímabil. (Stoke Sentinel)

Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic (35), Mino Raiola, segir að Zlatan hafi mörg tilboð frá Bandaríkjunum og víðar. (Gazzetta dello Sport)

West Ham hefur hafið viðræður við miðjumanninn Pedro Obiang (25) um nýjan samning. Félagið vill fæla frá áhuga Everton, Sevilla og AC Milan. (Daily Mirror)

Chelsea planar að lána miðvörðinn Kurt Zouma (22) á næsta tímabili þar sem félagið vill kaupa Leonardo Bonucci (30) frá Juventus og Virgil van Dijk (25) frá Southampton. (Evening Standard)

West Brom er að fara að bjóða varnarmanninum Jonny Evans (29) samning upp á 100 þúsund pund í vikulaun. Hann verður þá launahæstur í sögu félagsins. (Sun)

West Brom hefur gert 12 milljóna punda tilboð í sóknarmanninn Jay Rodriguez (27) hjá Southampton. Burnley og Newcastle hafa einnig áhuga. (Daily Mail)

Þýski markvörðurinn Loris Karius (23) segist ekki vera á leið neitt í sumar. (Goal.com)

Varnarmaðurinn Pepe (34) hjá Real Madrid segist ekki hafa tekið ákvörðun um framtíð sína en hann hefur verið orðaður við Paris St-Germain. (ESPN)

Eliaquim Mangala (26), varnarmaður Manchester City, ræðir um hugsanleg skipti yfir til Lyon. (Daily Mail)

David Wagner, stjóri Huddersfield, er tilbúinn að kaupa miðjumanninn Danny Williams (28) frá Reading. (Sun)

Chelsea er nálægt því að fá vængmanninn Adama Traore (21) frá Middlesbrough. (Sport)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Olivier Giroud (30) sé enn lykilmaður í hópi sínum. (Evening Standard)

Nordin Amrabat (30), vængmaður Watford, hefur verið orðaður við Deportivo La Coruna í La Liga. (Watford Observer)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner