Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 21. júní 2017 20:27
Elvar Geir Magnússon
Umboðsmaður Arons Einars í Varsjá - Aron á leið til pólsku meistarana?
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Pólskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að umboðsmaður landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar sé staddur í Varsjá til að ræða við forráðamenn pólsku meistarana í Legia Varsjá.

Pólskir sparkspekingar telja líklegt að Aron verði leikmaður Legia í sumar en félagið hefur mikinn áhuga á honum.

Fréttamaður í Varsjá sem Fótbolti.net talaði við í kvöld segir að heimildirnar séu mjög áreiðanlegar.

Fyrr í kvöld sögðum við frá því að Maccabi Tel Aviv í Ísrael viji fá Aron í sínar raðir.

Aron var valinn leikmaður ársins hjá félagsliði sínu, Cardiff í ensku Championship-deildinni, á liðnu tímabili. Aron hefur þó talað um það í viðtölum hversu mikið leikjaálagið í deildinni sé.

Áhugavert verður að sjá framhaldið í málum Arons.


Athugasemdir
banner
banner
banner