Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. júní 2017 06:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
United einbeita sér að Morata frekar en Ronaldo
Morata virðist vera orðinn helsti fókuspunktur Mourinho
Morata virðist vera orðinn helsti fókuspunktur Mourinho
Mynd: Getty Images
Manchester United eru enn orðaðir við Real Madrid tvíeykið, Cristiano Ronaldo og Alvaro Morata, en báðir hafa verið mikið verið orðaðir við félagið síðastliðna viku.

Eftir að Ronaldo var sakaður um skattsvik á Spáni láku fréttir út að hann vildi komast í burtu frá Madrid og hafa United verið stanslaust orðaðir við hann síðan.

Nýjustu fregnir herma hins vegar að Jose Mourinho, knattspyrnustjóri United, er á varðbergi fyrir því að hann sé notaður sem peð til þess að Ronaldo fái nýjan og endurbættan samning hjá Real.

Hann ætli því að einbeita sér algjörlega að því að reyna að sækja Morata sem er talinn vera metinn á 70 milljónir evra. Það var jú einmitt Mourinho sem stjórnaði Real þegar Morata spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið svo kauðarnir þekkjast ágætlega.

Þrátt fyrir að mikið sé talað um að United hafi gert tilboð í síðustu viku í Morata þá steig Florentino Perez, forseti Real Madrid, fram í vikunni og sagði að engin tilboð hefðu borist til hans, hvorki í Morata eða Ronaldo.
Athugasemdir
banner
banner