Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. júní 2017 07:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
United hreinsað af ásökunum í kringum Pogba viðskiptin
Paul Pogba vann bæði deildarbikarinn og Evrópudeildina á sínu fyrsta tímabili með United
Paul Pogba vann bæði deildarbikarinn og Evrópudeildina á sínu fyrsta tímabili með United
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur verið hreinsað af FIFA vegna ásakana um að hafa farið ólöglega að því að fá Paul Pogba frá Juventus í ágúst síðastliðnum.

Hins vegar mun fara fram dómsmeðferð um þátt Juventus í málinu en FIFA óskaði eftir því við bæði lið í síðasta mánuði að útskýra hvernig félagaskiptin fóru fram. Talið er að FIFA hafi viljað fá á hreint hverjir komu að félagaskiptunum sem hljóðuðu upp á 89,3 milljónir punda.

Sögur hafa verið á kreiki um að umboðsmaður Pogba, Mino Raiola, hafi fengið 41 milljónir punda út úr félagaskiptunum og að Pogba sé í raun í eigu þriðja aðila en Raiola hefur ávallt neitað þeim ásökunum

„Við getum staðfest að engin mál hafi verið opnað gegn Manchester United," sagði FIFA-talsmaður ESPN.

„Við getum staðfest að dómsmeðferð hafi verið opnuð gegn Juventus FC. Við getum ekki tjáð enn frekar þar sem mál eru í gangi."
Athugasemdir
banner
banner