Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. júní 2017 19:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Aron Einar liðsfélagi Viðars í Ísrael?
Aron Einar er orðaður við Maccabi Tel Aviv.
Aron Einar er orðaður við Maccabi Tel Aviv.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, er orðaður við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv í fjölmiðlum þar í landi. Þetta kemur fram á vefsíðu Wales Online, en þar segir að fjölmiðlar í Ísrael hafi orðað landsliðsfyrirliðann við Maccabi Tel Aviv.

Aron var að klára frábært tímabil með Cardiff fyrir stuttu. Hann var lykilmaður eftir að Neil Warnock tók við liðinu og var eftir tímabilið valinn leikmaður ársins hjá félaginu.

Hann er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Cardiff enda sá leikmaður, í núverandi leikmannahópi, sem hefur leikið lengst með liðinu. Landsliðsfyrirliðinn hefur verið hjá Cardiff frá 2011.

Ísraelski fjölmiðillinn Israel Hayom segir að Aron Einar sé undir smásjánni hjá Maccabi Tel Aviv.

Þar segir að Maccabi sé tilbúið að borga 3 milljónir evra fyrir Aron, en samningur hans rennur út eftir næsta tímabil.

Hjá Maccabi myndi Aron hitta félaga sinn í landsliðinu Viðar Örn Kjartansson, en Viðar var að klára sitt fyrsta tímabil í Ísrael. Viðar Örn endaði sem markakóngur í Ísrael með 24 mörk.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner