Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. júní 2017 10:00
Elvar Geir Magnússon
Vilja reisa tvo yfirbyggða velli í fullri stærð - Fyrir FH og Hauka
Frá Kaplakrika.
Frá Kaplakrika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði lagði í vikunni fram tillögu um að reistir verði tveir yfirbyggðir knattspyrnuvellir í fullri stærð í bæjarfélaginu.

Annar þeirra á að koma í Kaplakrika, félagssvæði FH, og hinn á Ásvöllum þar sem Haukar ráða ríkjum.

Bjartsýni ríkir um að unnið verði að þessari tillögu en FH og Haukar sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu sem lesa má hér að neðan.

Yfirlýsing frá FH og Haukum

FH og Haukar fagna mjög framkominni tillögu um uppbyggingu knattspyrnumannvirkja í Hafnarfirði á næstu árum. Nái tillagan fram að ganga mun aðstaða félaganna til knattspyrnuiðkunar gerbreytast. Aðstaðan er fyrir löngu sprungin og hefur engan veginn aukist í samræmi við fjölgun iðkenda. Í dag eru iðkendur knattspyrnu hjá félögunum í Hafnarfirði um 2000. Félögin hafa barist fyrir yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu í Hafnarfirði undanfarin ár og er þessi tillaga í samræmi við forgangsröðun ÍBH um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hafnarfirði.

Undirritaðir formenn Hauka og FH skora á bæjarfulltrúa í Hafnarfirði að styðja framkomna tillögu og vonast til að hún komist til framkvæmda sem allra fyrst.

Viðar Halldórsson, formaður FH

Samúel Guðmundsson, formaður Hauka

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner