Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 21. júní 2017 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan með tilboð úr MLS-deildinni og Seríu A
Hvert fer Zlatan?
Hvert fer Zlatan?
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, hinn skrautlegi umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic og fleiri fótboltamanna, segir að Zlatan sé með tilboð frá Norður-Ameríku og frá Ítalíu. Hann segir að það sé möguleiki á því að sænski sóknarmaðurinn muni á næsta tímabili spila í Seríu A.

Hinn 35 ára gamli Zlatan fékk ekki nýjan samning hjá Man Utd.

Hann varð fyrir alvarlegum meiðslum í leik gegn Anderlecht í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og eftir það ákváðu rauðu djöflarnir að endursemja ekki við hann fyrir næsta tímabil.

Zlatan leitar sér nú að nýju liði og Sería A er möguleiki.

„Það hafa mörg lið áhuga á Zlatan; frá MLS-deildinni í Bandaríkjunum, en líka á Ítalíu," sagði Raiola. „Napoli? Allt er mögulegt, en ég held að Napoli sé ekki hans næsta lið."

Zlatan hefur áður spilað á Ítalíu með góðum árangri. Hann var fyrst hjá Juventus, fór síðan til Inter og spilaði síðast með AC Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner