Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. júní 2018 22:27
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
2. deild kvenna: Grótta með góðan útisigur á toppliðinu
Grótta vann góðan sigur í kvöld
Grótta vann góðan sigur í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Augnablik 2 - 4 Grótta
1-0 Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir ('19)
1-1 Taciana Da Silva Souza (42)
2-1 Birta Birgisdóttir ('46)
2-2 Taciana Da Silva Souza ('63)
2-3 Þóra Kristín Jónsdóttir ('68)
2-4 Tinna Jónsdóttir ('75)

Einn leikur fór fram í 2. deild kvenna í kvöld en það var toppslagur Augnabliks og Gróttu.

Heimakonur í Augnablik komust yfir á 19. mínútu með marki Melkorku Ingibjargar Pálsdóttur en skömmu fyrir hálfleik jafnaði Taciana Da Silva Souza metinn fyrir Gróttu.

Strax í upphafi seinni hálfleiks komst Augnablik aftur yfir en þá skoraði Birta Birgisdóttir.

Þegar komið var fram á 63. mínútu hrökk Grótta í gang og skoraði 3 mörk á næstu 12 mínútum. Taciana skoraði sitt annað mark og þá skoraði Þóra Kristín Jónsdóttir og Tinna Jónsdóttir sitthvort markið.

Augnablik heldur toppsætinu en þetta var fyrsti tapleikur þeirra í sumar. Grótta eru enn taplausar og á leik til góða en með sigri í þeim leik komast þær á toppinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner