fim 21. júní 2018 23:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Burger King bauð konum lífsbirgðir ef þær yrðu óléttar eftir HM leikmenn
Burger King vildi tryggja velgengni Rússa næstu kynslóðir með þessu tilboði
Burger King vildi tryggja velgengni Rússa næstu kynslóðir með þessu tilboði
Mynd: Getty Images
Skyndibitastaðurinn Burger King hefur þurft að biðjast afsökunar á því að bjóða rússneskum konum lífsbirgðum af Whopper hamborgurum ef þær yrðu óléttar eftir leikmenn sem eru að spila á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rússlandi þessa dagana.

Þetta tilboð var gagnrýnt töluvert, skiljanlega en gagnrýnendur telja þetta vera niðrandi fyrir konur.

Tilkynningin hefur verið fjarlægð en hana má þó enn finna á internetinu.

Í henni segir t.d. að þeim konum sem fá bestu fótboltagenin til þess að tryggja velgegni Rússa næstu kynslóðir yrðu verðlaunaðar.

Í afsökunarbeiðni Burger King segir: „Við biðjumst afsökunar á tilboðinu sem við gerðum. Þetta var of niðrandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner