Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. júní 2018 10:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grealish til Liverpool og Boateng til Man Utd?
Powerade
Jerome Boateng.
Jerome Boateng.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Á morgun er stór dagur, Ísland spilar við Nígeríu á HM. Núna kíkum við á slúðrið sem BBC hefur tekið saman.



Real Madrid verður að fullvissa Gareth Bale (28) að hann fái fullt af spiltíma á komandi tímabili ef hann á að vera áfram hjá félaginu. Þetta segir umboðsmaður hans. (Sky Sports)

Liverpool vonast til að kaupa Jack Grealish (22), miðjumann frá Aston Villa. Tottenham hefur líka áhuga en vill ekki borga meira en 20 milljónir punda. (Sun)

Manchester United hefur fengið þau skilaboð að félagið megi kaupa miðvörðinn Jerome Boateng (29) frá Bayern München fyrir 50 milljónir punda. (MEN)

West Ham færist nær því að gera Brasilíumanninn Felipe Anderson (25) að sínum dýrasta leikmanni í sögunni. Hamrarnir eru að borga Lazio 35 milljónir punda fyrir kantmanninn. (Telegraph)

Enski landsliðsmiðjumaðurinn Ruben Loftus-Cheek (22) gæti þurft að yfirgefa Chelsea í sumar til þess að fá að spila nægilega mikinn fótbolta. (Mirror)

Loftus-Cheek var í láni hjá Crystal Palace á síðustu leiktíð en hann er á óskalista Newcastle. (Shield Gazette)

Southampton gæti selt sóknarsinnaða miðjumanninn Dusan Tadic (29). Ajax hefur áhuga. (NBC Sports)

Watford er tilbúið að hlusta á tilboð í fyrirliða sinn Troy Deeney (29). Félagið vill fá að minnsta kosti 10 milljónir punda fyrir hann. (Star)

Inter Milan er að kaupa miðjumanninn Radja Nainggolan (30) frá Roma. (Calciomercato)

Miðjumaðurinn Lucas Torreira (22) er farinn frá Sampdoria til Arsenal fyrir 30 milljónir, þetta segir forseti Sampdoria. (TMW)

Everton er að undirbúa 12 milljón punda tilboð í Jarrod Bowen (22), sóknarleikmann Hull City. (Sun)

Englandsmeistarar Manchester City búast við því að klára kaupin á miðjumanninum Jorginho (26) frá Napoli áður en vikan klárast. Jorginho er á leiðinni fyrir tæpar 50 milljónir punda. (Mirror)

Juventus mun krefjast þess að fá 70 milljónir punda fyrir miðjumanninn Miralem Pjanic (27). Hann er á óskalistum Chelsea og Barcelona. (Corriere dello Sport)

Tottenham og Inter Milan munu missa af brasilíska kantmanninum Malcom (21) frá Bordeaux. Hann er á leiðinni til Inter Milan á láni. (Sky Italia)

Steven Gerrard, stjóri Rangers, er að næla í sinn fyrrum liðsfélaga hjá Liverpool, Jon Flanagan (25). (Mail)

Newcastle er að reyna að losa sig við senegalska miðjumanninn Henri Saivet (27). (Chronicle)

Leicester City skoðar nú hvernig félagið geti leyst Riyad Mahrez af hólmi. Mohamed Elyounoussi (23), norskur landsliðsmaður og leikmaður Basel í Sviss, gæti verið álitlegur kostur í stað Mahrez sem er á leiðinni til Man City. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner