Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 21. júní 2018 22:29
Sævar Ólafsson
Gunni Borgþórs: Mjög ánægður með stigið
Gunni Borgþórs var ekki sáttur við spilamennskuna en sáttur við stigið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta ekki góður leikur ef ég á að segja alveg eins og er“ var það fyrsta sem Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga hafði um leik Leiknismanna og Selfyssinga að segja. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli á Leiknisvelli í kvöld þar sem nokkur þungi var á hans mönnum eftir því sem líða tók á leikinn.

„Okkar slakasti leikur svona með boltann, við vörðumst ágætlega og vorum mjög miklir klaufar og vorum að hitta hann illa“ bætti Gunnar svo við.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 Selfoss

"Mikið um feilsendingar og handahófskenndur fótbolti þannig að ég er mjög ánægður með stigið og baráttan var mjög góð hjá liðinu en ég var ekki nógu ánægður með spilamennskuna"

Selfyssingar tóku forystuna á þriðju mínútu leiksins þegar Miroslav Pushkarov gerði afdrifarík mistök sem Gilles Mbang Ondo nýtti sér vel.

„Við unnum þetta vel og lögðum upp með ákveðna pressu á þá þegar markmaðurinn þeirra væri með boltann á móti vindi og það náttúrulega lukkaðist – þetta er þannig í fótbolta og gekk mjög vel upp“

Nokkur pressa var á Selfyssingum í lok fyrri hálfleiks og svo næstum allan síðari hálfleikinn – var það uppleggið að leggjast niður?

„Það var mjög einföld ástæða fyrir því – við spiluðum aftarlega í dag því við vissum að þeir myndi reyna að sparka aftur fyrir okkur og fara í kapphlaup, þeir eru sterkastir þar“

„Við leyfðum þeim svolítið að stjórna leiknum – það hinsvegar kom ekkert útúr því – Stefán þurfti ekki að verja boltann einu sinni. Það gameplan virkaði vel þó að það líti kannski ekki vel út að liggja til baka“ hafði Gunnar að segja um þróun leiksins og uppleggið.

Mikill hiti var í mönnum eftir því sem leikar þróuðust og nokkur stór vafaatriði meðal annars tilköll Leiknismanna um tvær vítaspyrnur.

„Já ég er sammála við vildum fá eina vítaspyrnu – en svona er bara fótboltinn" sagði Gunnar í kímni

„Það er ekkert hægt að kvarta endalaust – svona heilt yfir held ég að þeir hafi gert ágætlega úr erfiðum leik þar sem menn voru fljúgandi á hausinn og lágu á rassgatinu út og suður – á blautum velli í miklum vind“

Viðtalið í heild sinni má nálgast hérna í spilarnum að ofan

Athugasemdir
banner
banner
banner