Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. júní 2018 13:45
Arnar Daði Arnarsson
Heimir um kveðjuna til Ikeme: Knattspyrnan er stór fjölskylda
Icelandair
Nígeríumaðurinn, Carl Ikeme berst við krabbamein.
Nígeríumaðurinn, Carl Ikeme berst við krabbamein.
Mynd: Getty Images
Jón Daði fyrrum liðsfélagi Ikeme.
Jón Daði fyrrum liðsfélagi Ikeme.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Nígeríu í öðrum leik sínum á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi á morgun í Volgograd.

Nígeríski markvörðurinn og fyrrum liðsfélagi Jóns Daða Böðvarssonar hjá Wolves, Carl Ikeme berst við krabbamein og er því ekki með löndum sínum frá Nígeríu á mótinu.Strákarnir okkar sendu Ikeme góðar kveðjur í vikunni og birtu mynd af sér með mynd af íslensku landsliðstreyjunni merktri Ikeme.

„Við óskum honum alls hins besta. Þetta sýnir að knattspyrnan er ein stór fjölskylda," sagði landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson á fréttamannafundi Íslands í hádeginu.

Þetta er stór fjölskylda. Þó að við séum að spila á móti honum þá er þetta mun stærra en fótbolti. Við óskum honum alls hins besta," bætti landsliðsþjálfarinn við, Heimir Hallgrímsson.

Myndina af strákunum má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner