fim 21. júní 2018 10:25
Magnús Már Einarsson
Heimir um meiðsli Jóa: Breytir engum plönum
Icelandair
Jóhann horfði á æfingu íslenska liðsins í Volgograd í dag.
Jóhann horfði á æfingu íslenska liðsins í Volgograd í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson verður að öllum líkindum ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir Nigeríu í öðrum leik sínum á HM á morgun. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, staðfesti þetta á fréttamannafundi nú rétt í þessu.

Jóhann meiddist á kálfa eftir rúmlega klukkutíma leik gegn Argentínu um síðustu helgi. Hann æfði ekki með íslenska liðinu í dag.

„Það er mjög ólíklegt að Jói spili. Hann er betri og batnar með hverjum deginum. Hann er í góðum höndum en það er ólíklegt að hann spili," sagði Heimir á fréttamannafundi nú rétt í þessu.

Heimir gaf í skyn að meiðsli Jóhanns breyti litlu hvað varðar taktík Íslands á morgun. Fótbolti.net spáir því að Rúrik Gíslason komi inn á hægri kantinn fyrir Jóhann á morgun og taktíkin verði sú sama og gegn Argentínu.

„Við höfum sem betur fer róterað liðinu mikið í aðdragandunm. Það hafa margir fengið sénsinn og staðið sig vel. Við erum alveg óhræddir og þetta breytir engum plönum hvað við vorum búnir að ákveða að gera fyrir þennan leik," sagði Heimir.

Ísland mætir Króatíu á þriðjudaginn og óvíst er hvort Jói verði klár í slaginn fyrir þann leik.

Sjá einnig:
Líklegt byrjunarlið Íslands - Instagram stjarnan inn?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner