Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. júní 2018 12:15
Magnús Már Einarsson
Heimir: Við hverju búumst við? Sigri
Icelandair
Heimir á fréttamannafundinum í dag.
Heimir á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Starfsmaður FIFA hóf fréttamannafund Íslands í dag á því að spyrja Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara, og Aron Einar Gunnarsson, fyrirliða, hverjar væntingar þeirra séu fyrir leikinn gegn Nígeríu á morgun.

„Við hverju búumst við? Við búumst við sigri," sagði Heimir ákveðinn.

„Við búumst við erfiðum leik. Við erum klárir í hann. Þetta verður allt öðruvísi leikur en okkur hlakkar til," bætti Aron Einar við.

Síðar á fundinum tjáði Heimir sig meira um nígeríska liðið en hann reiknar með erfiðum leik í Volgograd á morgun.

„Styrkleiki þeirra er líkamlegir burðir. Þeir eru líkamlega sterkir, fljótir og góðir íþróttamenn. Þeir hafa mikla hlaupagetu og spila beinskeyttan fótbolta. Þeir geta átt góðar skyndisóknir."

„Ég verð að hrósa þjáfaranum (Gert) Rohr fyrir skipulagið þeirra. Ef þú horfir á leiki þeirra undanfarin ár þá sérðu bætinguna í taktík. Þeir eru með marga eiginleika fyrir gott fótboltalið. Það eru sex leikmenn í ensku úrvalsdeildinni og þeir eiga leikmenn í La liga og Serie A. Þeir eiga leikmenn sem eru að spila í bestu deildunum. Þetta er mjög gott lið með mikla einstaklings hæfileika."


Aron Einar tók í svipaðan streng. „Þeir eru góðir íþróttamenn, fljótir og það sem við höfum séð þar líta þeir vel út. Þetta verður önnur erfið prófraun fyrir okkur á morgun," sagði Aron um nígeríska liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner