Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 21. júní 2018 11:40
Magnús Már Einarsson
Leikmenn skoða styttuna frægu og hitta fjölskyldurnar í dag
Icelandair
Strákarnir fá að kíkja á styttuna Móðurlandið kallar í dag.
Strákarnir fá að kíkja á styttuna Móðurlandið kallar í dag.
Mynd: Getty Images
Leikmenn íslenska landsliðsins fá frítíma til að hitta fjölskyldur sínar í Volgograd í dag. Ísland mætir Nígeríu þar á morgun og fjölskyldur margra leikmanna eru mættar til borgarinnar.

Sagan drýpur af hverju strái í Volgograd en í borginni átti sér stað blóðug og óhugnaleg orrusta í seinni heimsstyrjöldinni.

„Ég veit að þessi borg er með mikla sögutengingu. Við vitum líka að tengingin milli Rússlands og Íslands hefur verið stórkostleg í gegnum tíðina. Þegar Ísland þurfti hjálp þá var Rússland fljótt að hjálpa okkur," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari þegar hann var spurður út í Volgograd á fréttamannafundi í dag.

„Við komum bara hingað í gær og höfum ekki náð að drekka í okkur andrúmsloftið í Volgogard."

„Í dag höfum við tíma til að skoða styttuna nálægt leikvellinum og hitta fjölskyldurnar okkar. Það er í fyrsta skipti í langan tíma sem við getum hitt fjölskyldur okkar. Við ætlum að nota daginn til að hvíla okkur."


Styttan sem Heimir talar um er 'Móðurlandið kallar' en þessi risastóra stytta er ein frægasta stytta í heimi.

Sjá einnig:
Ísland ferðast til sögulegrar borgar
Athugasemdir
banner
banner
banner