Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 21. júní 2018 15:15
Fótbolti.net
Lið 6. umferðar í Pepsi-kvenna - Sjö úr Selfoss eða Val
Selfyssingar eiga fjóra fulltrúa í liðinu.
Selfyssingar eiga fjóra fulltrúa í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma Sól er í liði umferðarinnar í þriðja sinn.
Selma Sól er í liði umferðarinnar í þriðja sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Selfyssingar og Valsarar eru áberandi í liði 6. umferðar Pepsi-deildar kvenna. Valur vann 4-0 sigur á nágrönnum sínum í KR og á fjóra leikmenn í liði umferðarinnar. Nýliðar Selfoss er fyrsta liðið til að stela stigum af Þór/KA, gerði 0-0 jafntefli og fær þrjá leikmenn og þjálfara umferðarinnar.

Bandaríski markvörðurinn Caitlyn Alyssa Clem átti nokkrar góðar vörslur fyrir Selfoss gegn Þór/KA og þá var austurríska landsliðskonan Sophie Maierhofer sterk á miðjunni.

Hrafnhildur Hauksdóttir, lánsmaður frá Val, skipar vörnina ásamt Málfríði Ernu Sigurðardóttur og Ástu Eir Árnadóttur sem átti góðan leik er Blikar sigruðu FH 3-1. Landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir er á hægri kantinum eftir flotta frammistöðu gegn FH.

Thelma Björk Einarsdóttir átti góðan leik á miðjunni hjá Val gegn KR en markaskorararnir úr þeim leik, Elín Metta Jensen og Guðrún Karítas Sigurðardóttir komast líka í lið umferðarinnar. Guðrún Karítast kom inn af bekknum á 76. mínútu en náði að skora tvö mörk og kom með líf inn í leikinn.

Shameeka Fishley, leikmaður umferðarinnar, er frammi með Elínu Mettu. Og síðasti leikmaðurinn í liðið er Lára Kristín Pedersen úr Stjörnunni.

Karitas Tómasdóttir úr Selfossi var óheppin að fá ekki sæti í liðinu að þessu sinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner