banner
   fim 21. júní 2018 14:44
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Merson: Kane var lélegur á móti Túnis
Kane var lélegur þrátt fyrir tvö mörk
Kane var lélegur þrátt fyrir tvö mörk
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Paul Merson segir að Harry Kane, fyrirliði Englands hafi verið lélegur gegn Túnis og vonar hann að sigurmark Kane muni ekki skyggja á lélega framistöðu fyrirliðans.

Kane skoraði bæði mörk Englands í 2-1 sigri á Túnis á mánudag en seinna markið kom í uppbótartíma.

Þrátt fyrir það segir Merson að leikur Kane í heild sinni hafi ekki verið nógu góður og að hann þurfi að bæta sig ef England ætlar að fara langt í keppninni.

„Ef ég á að vera hreinskilinn, og ég er einn af hans mestu aðdáendum, þá var hann lélegur," sagði Merson.

„Hann skoraði tvö mörk, en hann gefur liðinu meira en það. Hann er ekki Gary Liniker, sem snerti boltann tvisvar og skoraði tvisvar. Lineker gaf liðinu það."

„Kane þarf að halda boltanum, vera með í leiknum og koma öðrum leikmönnum inn í leikinn. Hann gerði það ekki að mínu mati."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner