Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. júní 2018 17:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nagelsmann tekur við RB Leipzig á næsta tímabili
Nagelsmann er efnilegur þjálfari.
Nagelsmann er efnilegur þjálfari.
Mynd: Getty Images
Þjálfarinn efnilegi Julian Nagelsmann mun hætta með Hoffenheim eftir næsta tímabil og taka við RB Leipzig. Þetta var tilkynnt núna fyrir nokkrum mínútum.

Nagelsmann, sem er aðeins þrítugur, tók við Hoffenheim í febrúar 2016 og hefur stýrt liðinu með eftirtektarverðum árangri.

Búið er að orða Nagelsmann við stærri félög en Leipzig upp á síðkastið, félög eins og Bayern München og Arsenal, en hann hefur ákveðið að taka við Leipzig, sem endaði í fimmta sæti á síðustu leiktíð, tveimur stigum á eftir Hoffenheim.

Hoffenheim er að fara að taka þátt í Meistaradeildinni og Nagelsmann lofar því að gefa allt sitt fyrir félagið á komandi tímabili.



Athugasemdir
banner