Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 21. júní 2018 08:26
Magnús Már Einarsson
Ndidi segir Nígeríumenn tilbúna að deyja gegn Íslandi
Ísland-Nígería á morgun
Icelandair
Ndidi í leiknum gegn Króatíu.
Ndidi í leiknum gegn Króatíu.
Mynd: Getty Images
Wilfred Ndidi, miðjumaður Leicester, er í lykilhlutverki hjá landsliði Nígeríu. Ndidi segir að leikmenn Nígeríu séu tilbúnir að leggja allt í sölurnar gegn Íslandi á morgun.

Nígería tapaði í fyrsta leik gegn Króatíu um síðustu helgi og verður að fá eitthvað út úr leiknum gegn Íslandi til að halda í möguleikann á að fara áfram í 16-liða úrslit.

„Jafnvel þó að við séum leikmenn þá erum við líka Nígeríumenn," sagði Ndidi.

„Tapið er komið á bakvið okkur og við erum tilbúnir að deyja í næsta leik."

Leikur Íslands og Nígeríu hefst klukkan 15:00 í Volgograd á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner