Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fim 21. júní 2018 21:10
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Tómas Þór í Volgograd: Sampaoli að drulla á sig með Argentínu
Úrslitin gefa Nígeríu boost og strákarnir okkar þurfa að vera meðvitaðir um það
Tómas Þór talaði um leikinn á morgun og Argentínuliðið
Tómas Þór talaði um leikinn á morgun og Argentínuliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Sampaoli er að drulla á sig
,,Sampaoli er að drulla á sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Þór Þórðarsson, íþróttafréttamaður á Vísi var tekinn í viðtal á Fótbolti.net strax eftir 3-0 stórsigur Króata gegn Argentínumönnum í kvöld.

Í viðtalinu ræðir hann um hversu góð úrslit þetta voru fyrir bæði Íslendinga og Nígeríumenn en þau munu einmitt mætast á morgun í gríðarlega mikilvægum leik.

„Þetta hefur aðallega góð áhrif á Nígeríu myndi ég halda. Þetta er auðvitað gott fyrir strákana okkar en við vorum örugglega flest komin á Króatíu vagninn. Þeir myndu bara taka þetta og rúlla upp þessum riðli. Þeir eru með betra lið en Argentína. Þeir sem vissu það, vissu það fyrir riðilinn. Úrslitin hjá okkar mönnum koma þeim enn minna á óvart í annars geggjaðir stemmningu hér í Volgograd í kvöld," sagði Tómas Þór við Fótbolta.net

Tómas tekur skýrt fram að, þótt svo Íslendingar séu ánægðir með þessi úrslit, þá eru Nígeríumenn það líka og það er eitthvað sem okkar menn verða að vera meðvitaðir um.

„Þetta er aðallega stórt fyrir Nígeríu því nú eru þeir þvílíkt með fyrir morgundaginn. Maður hugsaði þetta þegar maður var að hugsa um sigur Króatíu hvað það yrði gott fyrir okkur. En maður gleymdi því svolítið og maður sá stemmninguna hjá Nígeríumönnum í kvöld því þetta hleypur þeim alveg svakalega mikið inn í þennan riðill. Þannig þeir munu klárlega fá smá boost í kvöld og verða erfiðari ljár í þúfu en maður hefði haldið fyrir morgundaginn. Auðvitað líka gott fyrir okkur. Króatía var að klára þennan riðill og við eltum þá, vinnum Nígeríu á morgun og þá erum við í toppmálum. En þetta er að fara gefa Nígeríu boost og við verðum að vera meðvitaðir um það."

Gengi Argentínu það sem af er móti kemur Tómasi lítið á óvart en hann spáði Króötum og Íslendingum upp úr riðlinum.

„Ég verð að fá að vera gæinn sem segir „told you so" í svefngalsaútvarpsþætti/podcasti fyrir mót. Þá var ég maðurinn sem sagði að Argentína færi heim ásamt Nígeríu og Ísland og Króatía færu áfram. Það var ekkert bara að ég hafi óbilandi trú á strákunum okkar og var að reyna vera eitthvað sniðugur. Maður sá bara gengi Argentínu í þessum riðli. Það er ekki eins og Jorge Sampaoli hafi í alvöru snúið gengi Argentínuliðsins við. "

Argentína var í miklu basli í undankeppninni fyrir HM og komst ekki inn á mótið fyrr en í lokaleiknum. Tómas er sérstaklega óánægður með hvað Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu

„Munurinn t.d. á þeim og Brasilíu þegar Tite tók við Brasilíu, þá snérist gengi liðsins við og þeir fóru að spila geggjaðan fótbolta. Þeir straujuðu þetta bara og voru held ég annað eða þriðja liðið á HM á eftir gestgjöfunum. Þá sá maður breytinguna. Sampaoli gerði í raun og veru ekki neitt. Hann heldur áfram að þora ekki að setja Dybala inn á. Ég veit að hann setti hann inná í kvöld en gerði það ekki á móti okkur. Hann setti Pavon inná sem var geggjað. Hann hefur þennan trúð í markinu (Caballero). Ég var mikill Sampaoli maður þegar hann var með Síle. Síle liðið sem Sampaoli var með var algjörlega geggjað og hann var svolítið að finna upp á hjólið og gera flotta hluti en hann er bara að drulla á sig með þetta argentíska lið. Það hjálpar honum ekki að þessir gæjar varla nenna þessu. Þeir láta Messi bara fá boltann og hann á að græja þetta. Þeir væru ekki á HM ef þeir væru ekki með annan af tveimur bestu fótboltamönnum sögunnar. Hann græjaði þetta í lokaleiknum og það voru senur þegar þeir komust inn. Það voru algjörar senur þegar þeir komust á HM en senunum er einfaldlega lokið. Þeir eru að spila jafnvel og þeir geta sem er ekkert sérstakt. Ég veit að þetta er Argentína og þeir eru tvöfaldir heimsmeistarar. En árið er ekki 1978, árið er 2018. Þeir eru bara ekki betri en þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner