fim 21. júní 2018 08:16
Arnar Daði Arnarsson
Víkingaklappið tekið í Rostov til heiðurs Ragga Sig
Ísland - Nígería á morgun
Icelandair
Rostov liðsfélagarnir, Björn Bergmann og Raggi Sig horfa á myndskeiðið í símanum.
Rostov liðsfélagarnir, Björn Bergmann og Raggi Sig horfa á myndskeiðið í símanum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins og Rostov í Rússlandi hélt upp á 32 ára afmæli sitt á þriðjudaginn.

Í Rostov þar sem Ragnar leikur er svokallað Fan Zone þar sem stuðningsmenn þjóðanna sem leika á HM sameinast, þar er hægt að horfa á leiki á risa skjám og síðan er blússandi tónlist þess á milli.

Á afmælisdag Ragnars á þriðjudaginn var víkingaklappið tekið til heiðurs Ragnars Sigurðssonar og hægt er að sjá afraksturinn af því í myndskeiði hér að neðanþ

Þess má til gamans geta að íslenska landsliðið leikur einmitt í Rostov lokaleik sinn í riðlinum gegn Króatíu. Í Rostov leika einnig þeir Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson, svo við verða illa sviknir ef heimamenn styðja ekki íslenska landsliðið í þeim leik.

?????? Happy birthday, @sykurson

A post shared by Football club "Rostov" (@fcrostov) on


Athugasemdir
banner
banner
banner