Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   sun 21. júlí 2013 20:31
Jóhann Óli Eiðsson
Óli Kristjáns: Ef ég spila þeim ekki núna, hvenær þá?
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
,,Ég er ánægður með erfið þrjú stig," voru fyrstu viðbrögð Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Breiðabliks, eftir sigur sinna manna gegn Þór á Akureyri fyrr í kvöld.

,,Við komumst snemma í tvö núll og Gulli mætti með sparihanskana og varði víti. Það fór eilítið um mig þegar þeir minnkuðu muninn en strákarnir silgdu þessu heim."

,,Við erum með stóran og breiðan hóp og það þurfa allir að standa vaktina. Ef ég spila ekki mönnum sem lítið spila eftir svona þétt prógram hvenær á þá að spila þeim? Menn stigu upp og skiluðu sínu. Við erum að spila á þremur vígstöðvum og þurfum að spila leiki og hvíla sig á milli leikja til að koma ferskur í næsta leik,"
en Breiðablik hefur verið að spila þétt að undanförnu. Síðastliðinn fimmtudag átti liðið leik gegn Sturm Graz frá Austurríki og leikur úti næstkomandi fimmtudag.

,,Við erum nokkurn vegin á pari í deildinni held ég. Hvar þetta par er nákvæmlega veit ég ekki alveg en við erum með tvö stig í leik um það bil svo við erum á ágætis stað," sagði Ólafur að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner