,,Ég er ánægður með erfið þrjú stig," voru fyrstu viðbrögð Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Breiðabliks, eftir sigur sinna manna gegn Þór á Akureyri fyrr í kvöld.
,,Við komumst snemma í tvö núll og Gulli mætti með sparihanskana og varði víti. Það fór eilítið um mig þegar þeir minnkuðu muninn en strákarnir silgdu þessu heim."
,,Við erum með stóran og breiðan hóp og það þurfa allir að standa vaktina. Ef ég spila ekki mönnum sem lítið spila eftir svona þétt prógram hvenær á þá að spila þeim? Menn stigu upp og skiluðu sínu. Við erum að spila á þremur vígstöðvum og þurfum að spila leiki og hvíla sig á milli leikja til að koma ferskur í næsta leik," en Breiðablik hefur verið að spila þétt að undanförnu. Síðastliðinn fimmtudag átti liðið leik gegn Sturm Graz frá Austurríki og leikur úti næstkomandi fimmtudag.
,,Við erum nokkurn vegin á pari í deildinni held ég. Hvar þetta par er nákvæmlega veit ég ekki alveg en við erum með tvö stig í leik um það bil svo við erum á ágætis stað," sagði Ólafur að lokum.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir