Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. júlí 2014 17:15
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 1. deild: Úrslitin voru óvænt
Leikmaður 12. umferðar: Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Spilamennskan mín var eins og í flestum leikjum. Ég verð eiginlega að segja að það. Ég var ekkert rosalegur, ég var á pari við aðra leiki. Úrslitin voru frekar óvænt og það er spurning hvort það spili inn í að ég hafi verið valinn bestur," sagði Einar Ottó Antonsson leikmaður Selfoss sem er leikmaður 12. umferðar í 1.deild karla að mati Fótbolta.net.

Selfyssingar unnu góðan 1-0 vinnusigur á Skagamönnum á heimavelli. Ingi Rafn Ingibergsson skoraði eina mark leiksins með langskoti í upphafi seinni hálfleiks.

,,Við höfum verið í basli með að skora en við skoruðum mjög svo fallegt mark í þessum leik og það reyndist mjög dýrmætt fyrir okkur. Leikurinn spilaðist alveg eins og margir leikir hjá okkur í sumar nema núna loksins datt þetta fyrir okkur," sagði Einar Ottó sem segir sigurinn hafi verið langþráðan.

,,Einn sigur skilar ótrúlega miklu í deildinni. Ég hef spilað nokkur ár í þessari deild og það hefur oft verið meiri munur á liðunum finnst mér. Það eru öll liðin sem eru svipuð, það sýnir sig á að við náðum jafntefli gegn Leikni á útivelli og síðan vinnum við ÍA og þetta eru tvö efstu liðin í deildinni. Mér fannst þeir leikir vera á pari við leikina við hin liðin öll. Þetta hefur allt verið jafnir leikir."

Selfyssingar eru með 15 stig í 7.sæti deildarinnar. Selfyssingar hafa skorað næst fæst mörkin í deildinni og að sama skapi fengið næst fæst mörkin á sig. Hann segir að það vanti ekki stöðugleika í spilamennsku, þvert á móti.

,,Mér finnst allir leikirnir hafa verið svipaðir hjá okkur. Við höfum ekki náð að skora mikið í sumar en varnarleikurinn hefur hinsvegar verið góður," sagði Einar Ottó sem segir að liðið sakni manns eins og Javier Zurbano sem skoraði 11 mörk fyrir Selfoss í 1.deildinni í fyrra.

Framundan eru þrír heimaleikir hjá Selfoss og Einar Ottó er spenntur fyrir þeim leikjum.

,,Það væri mjög flott að ná að fylgja eftir þessum sigri. Það er stutt í allar áttir í deildinni og einn sigur getur fleytt manni nálægt því að koma manni í skemmtilega baráttu og einn tapleikur getur komið manni í ansi slæm mál. Það eru engin tvö áberandi lið að fara í fallbaráttu," sagði Einar Ottó að lokum í samtali við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Leikmaður 11. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 10. umferðar - Kristófer Eggertsson (KV)
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Leikmaður 8. umferðar - Eggert Kári Karlsson (ÍA)
Leikmaður 7. umferðar - Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
Leikmaður 5. umferðar - Magnús Bernhard Gíslason (KV)
Leikmaður 4. umferðar - Tómas Agnarsson (KV)
Leikmaður 3. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Leikmaður 2. umferðar - Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir)
Leikmaður 1. umferðar - Vilhjálmur Pálmason (Þróttur)

Athugasemdir
banner
banner
banner