Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 21. júlí 2014 15:04
Hafliði Breiðfjörð
Edda María Birgisdóttir í Aftureldingu (Staðfest)
Edda María er komin í Aftureldingu.
Edda María er komin í Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Miðjumaðurinn Edda María Birgisdóttir er gengin í raðir Aftureldingar frá toppliði Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna.

Hún fær leikheimild á morgun og má því spila leikinn mikilvæga gegn FH í Kaplakrikanum annað kvöld.

Edda María spilaði tvo leiki með Stjörnunni í sumar eftir að hafa tekið frí vegna barneignar í fyrra. Hún hefur nú verið lánuð í Aftureldingu.

Hún hóf ferli sinn hjá Fjölni árið 2004 en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2008. Hún lék með ÍBV 2010 og 2011 en sneri svo aftur í Stjörnuna.

Hún hefur spilað 138 leiki í deild og bikar og skorað í þeim 23 mörk.
Athugasemdir
banner