Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 21. júlí 2014 11:34
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Guðlaugur Victor bíður eftir Sturm Graz
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Guðlaugur Victor Pálsson er enn ekki orðinn leikmaður Sturm Graz en hann bíður eftir að austurríska félagið gangi frá málunum.

„Eftir að allt var orðið klárt segja þeir við okkur að þeir þurfi að selja einn leikmann áður en ég get komið," segir Guðlaugur Victor við Pétur Hreinsson, blaðamann Morgunblaðsins.

Guðlaugur Victor hefur yfirgefið NEC Nijmegen í Hollandi eftir að liðið féll á síðasta tímabili.

„Ég vona virkilega að þessi Sturm Graz samningur gangi í gegn. Áhuginn sem þeir hafa sýnt mér er mjög mikill og þjálfarinn er búinn að hafa samband við mig persónulega. Það er mikilvægt að vita þegar maður gengur til nýs félags að manni sé ætlað hlutverk í byrjunarliðinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner