Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   mán 21. júlí 2014 21:40
Jóhann Óli Eiðsson
Gummi Ben: Dómarinn skoraði ekki þessi fjögur mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarleg vonbrigði. Mér fannst þetta vera frábær leikur tveggja frábærra liða og synd að við skyldum þurfa að tapa,“ sagði Guðmundur Benediktsson eftir að drengirnir hans í Breiðabliki lutu í gras 4-2 gegn FH.

„Þeir eru topplið og hefur verið eitt besta lið landsins í mörg ár og þeir gerðu þetta listilega vel. Við vorum ekki sérlega skynsamir í síðari hálfleik þar sem við klöppuðum boltanum alltof mikið í stað þess að fara á þá eða lyfta honum inn í boxið. Það er oft ágætt þegar þarf að troða inn marki.“

„Auðvitað hefði verið best að jafna fyrir hálfleik en við höfðum rúman hálfleik til að skora og við vorum ekki nógu klókir og það vantaði smá greddu í okkur. Við skoruðum reyndar eitt mark sem ég gat ekki séð mikið að og fannst við eiga að fá víti líka en dómarinn var að fylgjast með einhverju allt öðru.“


Frammistaða Þorvalds Árnasonar er töluvert milli tannana á fólki eftir leikinn. „Mér fannst dómarinn ekkert sérstakur en hann skoraði ekki þessi fjögur mörk sem við fengum á okkur. Mér fannst við spila frábærlega í fyrri hálfleik fyrir utan þessi þrjú mörk. Þau voru barnaleg. Börn geta verið skemmtileg en ég vil ekki sjá svona.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner