Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mán 21. júlí 2014 21:40
Jóhann Óli Eiðsson
Gummi Ben: Dómarinn skoraði ekki þessi fjögur mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarleg vonbrigði. Mér fannst þetta vera frábær leikur tveggja frábærra liða og synd að við skyldum þurfa að tapa,“ sagði Guðmundur Benediktsson eftir að drengirnir hans í Breiðabliki lutu í gras 4-2 gegn FH.

„Þeir eru topplið og hefur verið eitt besta lið landsins í mörg ár og þeir gerðu þetta listilega vel. Við vorum ekki sérlega skynsamir í síðari hálfleik þar sem við klöppuðum boltanum alltof mikið í stað þess að fara á þá eða lyfta honum inn í boxið. Það er oft ágætt þegar þarf að troða inn marki.“

„Auðvitað hefði verið best að jafna fyrir hálfleik en við höfðum rúman hálfleik til að skora og við vorum ekki nógu klókir og það vantaði smá greddu í okkur. Við skoruðum reyndar eitt mark sem ég gat ekki séð mikið að og fannst við eiga að fá víti líka en dómarinn var að fylgjast með einhverju allt öðru.“


Frammistaða Þorvalds Árnasonar er töluvert milli tannana á fólki eftir leikinn. „Mér fannst dómarinn ekkert sérstakur en hann skoraði ekki þessi fjögur mörk sem við fengum á okkur. Mér fannst við spila frábærlega í fyrri hálfleik fyrir utan þessi þrjú mörk. Þau voru barnaleg. Börn geta verið skemmtileg en ég vil ekki sjá svona.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner