banner
   mán 21. júlí 2014 18:00
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Fannar Hafsteinsson (KA)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn, Fannar Hafsteinsson sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni en hann leikur með KA í 1. deildinni.

Fannar er uppalinn í KA og hefur leikið fjóra leiki með liðinu í 1. deildinni í sumar. Hann á að baki landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Fullt nafn: Fannar Hafsteinsson

Gælunafn sem þú þolir ekki: Hanski.. af einhverri ástæðu hef ég sætt mig við það og er byrjaður að svara því nafni..

Aldur: 19

Giftur/sambúð: Hvorugt

Börn: Nee, sem betur fer ekki...

Kvöldmatur í gær: Gourme heimatilbúin burger ala móðir

Uppáhalds matsölustaður: Ætli ég verði ekki að segja Pengs, hlaðborðið þar er öflugt.

Hvernig bíl áttu: Enginn bíll á mínu nafni á stæðinu í augnablikinu..

Besti sjónvarpsþáttur: Alltaf kósý að sofna yfir Friends, en annars myndi ég segja Breaking Bad, þeir koma á óvart.

Uppáhalds hljómsveit: Hef ekki neina uppáhalds hljómsveit, en ef ég yrði að koma með nafn yrði það, Daughtry

Uppáhalds skemmtistaður: Úff það er svo mikið af stöðum hérna í bænum, erfitt að velja bara einn... neinei ég svo sem hef ekki uppáhalds skemmtistað

Frægasti vinur þinn á Facebook: Ætli ég segi ekki bara Gulli Gull.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Það er bara 0 merkilegt við það, en það hljómar svona.. „ ;) „

Hefurðu tekið dýfu innan teigs: Seinasta sumar fékk ég loksins að sýna strikerinn í mér, þá ákvað ég að henda mér niður í teig.. það gekk reyndar ekki, stóð hlægjandi upp og sagði við dómarann vandræðarlegur „mátti reyna“. Kannski ég tek það framm þá setti ég 2 í netið.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ætli það sé ekki liðið hinu meginn við ánna (Þór)

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Í leik væri það Max Mayer leikmaður Schalke. Á æfingu myndi ég segja Aaron Lennon.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ætli það sé ekki þorparinn Jónas „diver“ Sigurbergsson. Topp strákur utanvallar samt.

Sætasti sigurinn: KA – Fylkir (2009) í 4.flkk í undankeppni fyrir úrslit í íslandsmótinu. Það var reyndar ekki sigur minnir að hann hafi farið 1-1, en það dugði okkur í úrslita leikinn.

Mestu vonbrigðin: Að komast ekki í undanúrslit EM U-17 2012.

Uppáhalds lið í enska: Ég er United maður, en þó þykir ljótt að segja að það er skemmtilegast að horfa á Arsenal spila (á góðum degi).

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Hauk Heiðar Hauksson

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Semja við Nike um fatnað landsliða Íslands.

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins: Albert Guðmunds

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni: Hallgrímur Mar Bergmann

Fallegasta knattspyrnukonan: Sara Björk Gunnarsdóttir

Besti íþróttalýsandinn: Hef gaman af Gumma Ben, en þó getur höddi magg gert hvaða leik sem er skemmtilegann.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ólafur Hrafn Kjartansson, stelpurnar ættu að þekkja til hans.

Uppáhalds staður á Íslandi: Akureyri auðvitað

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: KA - KV, núna um daginn þá hljóp fótboltabulla inná völlinn, með tösku í hendinni dróg hann uppúr KA treyju og byrjaði að sveifla henni og öskra áfram KA. Hann var þó fjarlagður af vellinum en hann hafði þó gert daginn betri hjá sumum. Þetta gerist ekki oft hér á Íslandi svo þetta var „skemmtilegt“ að sjá.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 16.ára spilaði ég fyrsta deildarleikinn minn.

Besta við að æfa fótbolta: Þér hlakkar alltaf til að fara á æfingar

Hvenær vaknarðu á daginn: Það bara eftir aðstæðum og degi.. mér finnst best að vakna ekki mikið seinna en 9, þó svo að það sé þægilegt að sofa út.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Horfi voðalega lítið á aðrar íþróttir, en hef áhuga á flest öllu sem tengist íþróttum. Handboltinn er nr.2

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik: Seinast var það KF – Ægir, reyndar splæsti gamla, annars man ég ekki eftir að hafa borgað mig inná fótboltaleik.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Hef verið í Predator, en núna er ég að prufa Hypervenom, þeir eru víst vinsælastir hér á landi.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Á nokkuð auðvelt með að læra tölur og tungumál, en allt annað bóklegt er ekki mitt fag..

Vandræðalegasta augnablik: Það sem mig dettur í hug er ekki frásögufærandi hérna á netheimum..

Skilaboð til Heimis og Lars: ......

Viltu opinbera leyndarmál að lokum: Í 3.flkk minnir mig, vorum við að spila á móti KS á Siglufirði, það var stelpa í hinu liðinu, hún skoraði á mig.. hún klobbaði mig.
Athugasemdir
banner
banner
banner