Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 21. júlí 2014 20:02
Brynjar Ingi Erluson
Jeremy Mathieu á leið til Barcelona
Mynd: Getty Images
Spænska stórliðið Barcelona er við það að landa franska varnarmanninumJeremy Mathieu frá Valencia en spænskir fjölmiðlar greina frá þessu í kvöld.

Barcelona og Valencia hafa komist að samkomulagi um Mathieu en Barcelona greiðir 20 milljónir evra fyrir þjónustu hans.

Mathieu, sem er 30 ára gamall, verður að öllum líkindum kynntur á Nou Camp á morgun og mun fara með liðinu til Suður-Ameríku í æfingaferð.

Hann verður fimmtu kaup Barcelona í sumar en félagið hefur þegar fengið Marc-Andre ter Stegen, Claudio Bravo, Ivan Rakitic og Luis Suarez.

Hann getur spilað sem vinstri hafsent sem og vinstri bakvörður en Mathieu á einungis 2 landsleiki að baki fyrir hönd franska landsliðsins.

Hann hefur þá leikið 129 leiki fyrir Valencia og skorað í þeim þrjú mörk en hann kom til spænska félagsins frá Toulouse árið 2009.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner