Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. júlí 2014 23:05
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd með risatilboð í Juan Cuadrado
Juan Cuadrado í leik með Fiorentina
Juan Cuadrado í leik með Fiorentina
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur lagt fram 30 milljóna punda tllboð í kólumbíska vængmaninn Juan Cuadrado hjá Fiorentina en þetta kemur fram í catalan Sport á morgun.

Cuadrado, sem er 26 ára gamall, hefur leikið með Fiorentina síðustu tvö árin en hann var lykilmaður liðsins á síðustu leiktíð.

Frammistaða hans með kólumbíska landsliðinu á HM í sumar vakti þá einnig athygli en hann var með bestu mönnum liðsins.

Hann hefur verið orðaður við stærstu félög Evrópu undanfarið en Manchester United hefur lengi vel verið á eftir honum.

Catalan Sport greinir frá því í blaði sínu á morgun að Manchester United sé nú búið að leggja fram 30 milljóna punda tilboð í Cuadrado.

Félagið hefur fengið til sín þá Luke Shaw og Ander Herrera en ljóst er að Louis van Gaal, stjóri liðsins á eftir að styrkja liðið enn frekar á næstu vikum.

Cuadrado hefur spilað með þremur félögum á Ítalíu en áður en hann gekk til liðs við Fiorentina þá lék hann með Lecce og Udinese.

Hann á þá 31 landsleik að baki fyirr kólumbíska landsliðið og þá hefur hann skorað fimm mörk í þeim leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner