Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 21. júlí 2014 18:00
Magnús Már Einarsson
Mata líst vel á Van Gaal
Juan Mata.
Juan Mata.
Mynd: Getty Images
Juan Mata telur að Manchester United muni blanda sér í baráttu um titla á nýjan leik undir stjórn Louis van Gaal.

David Moyes fékk Mata til United í janúar síðastliðnum en nú er nýr stjóri kominn í brúna.

,,Þetta er byrjun á nýjum kafla hjá félaginu þar sem nýr stjóri og nýir leikmenn eru komnir," sagði Mata.

,,Ég er mjög ánægður með leikstíl stjórans og vonandi getum við fagnað í lok tímabils. Það væri ótrúlegt fyrir hann og okkur."

,,Við höfum einbeitt okkur á að reyna að bæta okkur og læra af stjóranum. Við viljum spila sem lið og berjast um titla."

Athugasemdir
banner
banner