mán 21. júlí 2014 18:22
Brynjar Ingi Erluson
Patrice Evra: Þetta var rétta skrefið
Patrice Evra í leik með Manchester United
Patrice Evra í leik með Manchester United
Mynd: Getty Images
Patrice Evra, leikmaður Juventus á Ítalíu, segist ekki geta beðið eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir ítalska meistaraliðið.

Evra, sem er 33 ára gamall vinstri bakvörður, skrifaði undir tveggja ára samning við Juventus í dag en hann hefur spilað síðustu átta ár hjá Manchester United.

,,Þetta var rétta skrefið á ferlinum að fara til Juventus en þetta var gert svo ég get haldið áfram að takast á við áskoranir og haldið áfram að bæta mig," sagði Evra.

,,Juventus er frábært félag og ég get ekki beðið eftir að spila með liðinu og leggja mitt af mörkum," sagði hann að lokum.

Evra hóf ferilinn á Ítalíu en hann lék með Marsala og Monza áður en hann fór til Nice í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner