mán 21. júlí 2014 21:10
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi deildin: Taskovic hetja Víkinga - FH nældi í þrjú stig í Kópavogi
Kassim Doumbia skoraði og fékk svo að líta rauða spjaldið
Kassim Doumbia skoraði og fékk svo að líta rauða spjaldið
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Taskovic sá um Fjölni
Taskovic sá um Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur síðustu leikjum tólftu umferðar Pepsi-deildar karla var að ljúka en FH vann þar dramatískan sigur á Breiðablik á Kópavogsvelli á meðan Víkingur lagði Fjölni með sigurmarki undir lok leiks.

FH sigraði Breiðablik með fjórum mörkum gegn tveimur á Kópavogsvelli en það voru gestirnir sem byrjuðu betur.

Ingimundur Níels Óskarsson kom FH-ingum yfir eftir góða sendingu frá Emil Pálssyni en einungis nokkrum andartökum síðar var Árni Vilhjálmsson búinn að jafna fyrir Blika er hann skallaði boltann í netið.

Atli Viðar Björnsson kom FH-ingum aftur yfir á 30. mínútu en Emil átti þá skalla sem Gunnleifur Gunnleifsson varði út á Atla sem átti ekki í vandræðum með að koma boltanum í netið.

Kassim Doumbia skoraði svo þriðja mark FH-inga er hann stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Hann fékk að líta sitt annað gula spjald stuttu síðar er hann handlék knöttinn og sauð allt upp úr.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson minnkaði svo muninn undir lok fyrri hálfleiks. Jón Ragnar Jónsson gerði út um leikinn fyrir FH með fjórða marki liðsins á síðustu mínútu leiksins og 2-4 sigur liðsins staðreynd.

Víkingur lagði á meðan Fjölni með einu marki gegn engu en sigurmakrið kom undir lok leiks. Igor Taskovic skoraði markið eftir darraðadans í teignum og skilaði mikilvægum þremur stigum í hús. FH er því í fyrsta sæti með 28 stig, Víkingur í fjórða sæti með 22 stig á meðan Breiðablik er í áttunda sæti með 12 stig og Fjölnir í níunda með 11 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Víkingur R. 1 - 0 Fjölnir
1-0 Igor Taskovic ('90 )

Breiðablik 2 - 4 FH
0-1 Ingimundur Níels Óskarsson ('10 )
1-1 Árni Vilhjálmsson ('11 )
1-2 Atli VIðar Björnsson ('30 )
1-3 Kassim Doumbia ('39 )
2-3 Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('44 )
2-4 Jón Ragnar Jónsson ('90 )
Rautt spjald: Kassim Doumbia ('40, FH )
Athugasemdir
banner
banner