Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. júlí 2014 14:05
Magnús Már Einarsson
Steven Gerrard hættur að leika með enska landsliðinu
Steven Gerrard þakkar fyrir sig.
Steven Gerrard þakkar fyrir sig.
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, leikmaður Liverpool, hefur ákveðið að hætta að leika með enska landsliðinu.

Gerrard hefur skorað 21 mark í 114 leikjum með enska landsliðinu á 14 ára ferli sínum með liðinu.

Gerrard spilaði með enska landsliðinu á HM 2006, 2010 og 2014.

Þessi 34 ára gamli leikmaður hefur verið fyrirliði enska landsliðsins í 38 leikjum.

,,Ég hef notið hverrar mínútu með landsliðinu og þetta er leiðinlegur dagur þar sem ég veit að mun ekki leika fleiri leiki í ensku treyjunni," sagði Gerrard.

,,Þetta var erfið ákvörðun og ein sú erfiðasta á ferlinum. Ég hef farið yfir þetta síðan við komum heim frá Brasilíu og ég ræddi við fjölsklydu, vini og fólk sem tengist mér áður en við komum að þessum tímapunkti."

,,Ég vil geta spilað áfram á meðal þeirra bestu og gefa allt fyirr Liverpool. Þess vegna tel ég að þetta sé rétt ákvörðun. Það spilaði líka stóran þátt að það verður aftur spilaður Meistaradeildar fótbolti á Anfield."

Athugasemdir
banner
banner