Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. júlí 2014 20:56
Brynjar Ingi Erluson
Tiago framlengir samning sinn við Atletico Madrid
Mynd: Getty Images
Portúgalski miðjumaðurinn Tiago Mendes hefur framlengt samning sinn við Atletico Madrid til næstu tveggja ára en félagið staðfesti þetta í kvöld.

Tiago, sem er 33 ára gamall, var lykilmaður í liðinu sem vann spænsku deildina á síðustu leiktíð og komst í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu en hann hefur komið víða við.

Hann lék árum áður með liðum á borð við Benfica, Chelsea, Juventus og Lyon áður en hann fór til Atletico Madrid.

Hann hefur nú framlengt samning sinn við Atletico til ársins 2016 en félagið staðfesti það í kvöld.

Hann á þá að baki 58 landsleiki fyirr portúgalska landsliðið en hann var partur af liðinu sem fékk silfur á EM 2004 í heimalandinu.
Athugasemdir
banner
banner