Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. júlí 2015 11:35
Fótbolti.net
Hófið - #Peruvaktin sló í gegn
Það var gríðarlegt stuð á Hemma Hreiðars.
Það var gríðarlegt stuð á Hemma Hreiðars.
Mynd: Fótbolti.net
Það var risaleikur í Kaplakrika.
Það var risaleikur í Kaplakrika.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Henrik Bödker lætur ekki sitt eftir ligga.
Henrik Bödker lætur ekki sitt eftir ligga.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net
#Peruvaktin á Snapchat sló í gegn.
#Peruvaktin á Snapchat sló í gegn.
Mynd: Brandur
Eins og venjan er þá lyftum við glösum og klæðum okkur í sparifötin eftir hverja umferð í Pepsi-deildinni. Tólfta umferð er að baki og hún var lífleg í meira lagi!

Leikur umferðarinnar: FH 1 - 3 KR
Tvö efstu lið deildarinnar mættust. FH byrjaði vel en svo náði KR að snúa dæminu algjörlega sér í hag á meðan FH-ingar misstu hausinn og einbeitingin fór í annað en fótboltann. Gary Martin reyndist gulls ígildi með innkomu sinni.
Sjá skýrsluna

EKKI lið umferðarinnar:

Gríðarlega margir sem gerðu tilkall í Ekki liðið að þessu sinni! Hægt hefði verið að velja nánast allt Keflavíkurliðið, mun fleiri Fjölnismenn og nokkra FH-inga til viðbótar sem einbeittu sér meira að tuði en að spila fótbolta.

Pressa umferðarinnar: FH
FH-ingar hafa verið í mótlæti síðustu vikur og það virðist fara ansi illa í þá. Það var mikið tuðað og vælt í Krikanum á sunnudag. Heimir Guðjónsson viðurkennir að hafa ekki fundið neinar lausnir á slakri spilamennsku. FH fer í gegnum júní og júlí án þess að vinna deildarleik í Kaplakrika.

Atvik umferðarinnar: Vítið sem KR fékk
Sam Tillen var dæmdur brotlegur á Pálma Rafni Pálmasyni. KR fékk víti og jafnaði 1-1. FH-ingar misstu hausinn. Sjónvarpsvélarnar náðu atvikinu illa en Pálmi segir að sparkað hafi verið aftan í sig.

Hlátur umferðarinnar: Albert Hafsteinsson
Þessi ungi leikmaður ÍA hló þegar hann skokkaði af velli eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Stjörnunni. Marki undir og manni færri náðu Skagamenn að þjappa sér saman, jafna og ná í risastórt stig. Garðar Gunnlaugsson skoraði.

Ekki skiptingar umferðarinnar: Stjarnan
Garðabæjarliðið tapaði niður frábærri stöðu gegn ÍA. Mennirnir sem komu inn stóðu ekki undir væntingum. Veigar Páll náði ekkert að gera, Þorri Geir missti boltann klaufalega þegar ÍA jafnaði og Halldór Orri klúðraði víti.

Beint í byrjunarlið umferðarinnar: Guðjón Baldvinsson
Lenti 21:00 á Keflavíkurflugvelli á föstudagskvöld og flaug bókstaflega beint inn í byrjunarlið Stjörnunnar 16 klukkustundum síðar.

Litur vikunnar: Helvíti svartur
„Þetta er helvíti svart," sagði Einar Orri Einarsson um stöðu Keflavíkur. Ekkert virðist geta bjargað liðinu frá falli. Keflvíkingar létu flengja sig gegn Víkingum 7-1. Þegar menn eru hættir að veita mótspyrnu virðist fátt geta bjargað þeim.

Túlkur umferðarinnar: Denis Cardaklija
Nýr serbneskur sóknarmaður Víkinga átti ótrúlega innkomu gegn Keflavík. Enskukunnátta hans er þó í lágmarki en varamarkvörður Víkinga brá sér í hlutverk túlks.

Mark umferðarinnar: „Klársla" Alberts Brynjars
Fylkismenn náðu í fjögur stig í fyrstu tveimur leikjum undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar. Albert Brynjar Ingason skoraði eina markið í leiknum gegn Breiðabliki í gær og það var ekki af verri endanum!
Smelltu hér til að sjá markið

Sturta umferðarinnar: Hemmi Hreiðars
Þjálfarinn Hemmi Hreiðars hljóp álíka mikið og allir í Fylkis-liðinu í gær á hliðarlínunni. Fór svo með þeim í sturtu eftir leik.

Tölvukallar umferðarinnar: Tölvukallar Vals
„Við erum í tölvusambandi við marga menn, tölvumennirnir okkar sjá um það," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir 1-0 útisigur gegn Leikni.

Dómari umferðarinnar: Þorvaldur Árnason
Fékk 9 í einkunn fyrir flautuframmistöðuna í leik Víkings og Keflavíkur.

Þörf á töfrabrögðum umferðarinnar: Leiknir
Freyr Alexandersson, annar þjálfari Leiknis, óskaði í viðtölum eftir leikmanni sem getur boðið uppá töfrabrögð fyrir lítinn pening. Leiknismenn hafa verið á stöðugri niðurleið eftir góða byrjun, falldraugurinn svífur um Breiðholtið og liðið á í miklum vandræðum með sóknaruppbyggingu og færasköpun. Liðið hefur aðeins skorað 4 mörk í 6 heimaleikjum.

Heiðursverðlaun umferðarinnar: Maggi Peran
Stuðningsmenn Leiknis eru þó ekki í neinu ströggli. Maggi Peran sá um vaktina á Fotboltinet á Snapchat í gær og fór þessi litríki maður hreinlega á kostum. Heimsótti Vog, rændi Aroni Sigurðarsyni, hitaði upp á Álfinum, svaraði spurningum, braust inn í sundlaug og fleira. Viðbrögðin létu ekki á sér standa á Twitter undir #peruvaktin:
























Athugasemdir
banner
banner
banner