Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. júlí 2015 13:00
Magnús Már Einarsson
Bendtner ekki í nógu góðu formi
Mynd: Getty Images
Forráðamenn Wolfsburg hafa sagt danska framherjanum Nicklas Bendtner að koma sér í form ef hann vill eiga framtíð hjá félaginu.

Bendtner er í sérstöku æfingaprógrami þessa dagana þar sem hann þykir ekki vera í nógu góðu standi.

„Kröfur til fótboltamanna í Þýskalandi eru aðrar en í Englandi eða í Danmörku," sagði Klaus Allofs yfirmaður íþróttamála hjá Wolfsburg.

„Ef menn vilja spila fyrir okkur þá verða þeir að fylgja okkur. Þeir sem gera það ekki og fara ekki eftir okkar stefnu eiga ekki heima í félaginu."

Bendtner er í dag þriðji framherji Wolfsburg á eftir Bas Dost og Max Kruse.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner