þri 21. júlí 2015 14:22
Elvar Geir Magnússon
Bjarni neitar sögum um ósætti milli hans og Gary Martin
Gary Martin og liðsfélagi hans, Gonzalo Balbi.
Gary Martin og liðsfélagi hans, Gonzalo Balbi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, neitar sögusögnum þess efnis að ósætti ríki milli hans og sóknarmannsins Gary Martin.

Enski sóknarmaðurinn hefur ekki farið leynt með óánægju sína með hlutverk sitt hjá KR en hann byrjaði á bekknum í sigurleiknum gegn FH á sunnudag. Martin kom inn sem varamaður í leiknum.

„Ég var reiður og vildi sanna mig og ég gerði það. Ég ætti kannski að byrja í svona leikjum. Ég tel að ég þurfi ekki að sanna mig á Íslandi," sagði Gary Martin í viðtali eftir leikinn.

Martin kom inn af miklum krafti og breytti leiknum en vildi ekki fagna með liðsfélögum sínum eftir leikinn.

Vefsíðan 433.is segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að KR hafi boðið Val að kaupa leikmanninn en Valsmenn ekki verið tilbúnir að ganga að verðmiðanum. KR-ingar neita þessum fréttaflutningi.

„Þetta er eins vitlaust og hægt er að hafa það. Þetta er bara tóm þvæla,“ sagði Bjarni Guðjónsson í viðtali við Vísi.


Athugasemdir
banner
banner
banner