Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. júlí 2015 13:17
Fótbolti.net
Emil Atla: Þetta er annað stórveldi hér í Reykjavík
Emil Atlason eftir undirskriftina.
Emil Atlason eftir undirskriftina.
Mynd: Valur
„Ég hlakka mjög til að spila með þessu félagi," segir Emil Atlason, nýr sóknarmaður Vals. Emil var í viðtali við heimasíðu Vals en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Emil var samningsbundinn KR en var á láni hjá þýska liðinu Preussen Munster.

„Þetta er annað stórveldi hér í Reykjavík. Fjölskyldan hefur talað vel um þennan klúbb. Það er kominn smá tími síðan ég spilaði síðast og vonandi fæ ég mínútur til að koma mér í gang, svo stefni ég á að taka sæti í byrjunarliðinu."

Atli Eðvaldsson, faðir Emils, er fyrrum leikmaður og þjálfari Vals. Atli sagði sitt álit í samtali við heimasíðu Vals.

„Þetta kitlar mig dálítið, það verður að segjast. Emil er góður fótboltamaður og var á sínum tíma einn af sex áhugaverðustu ungu knattspyrnumönnum Evrópu. Ég er mjög ánægður með að hann sé að fara í Val og það er bara vonandi að honum líði vel. Ég vona bara að Valsarar taki vel á móti honum," sagði Atli.

Sif Atladóttir, systir Emils, er einnig fyrrum leikmaður hjá Val en hún hafði þetta að segja:

„Þetta eru gleðitíðindi. Ég átti sjálf mjög góða tíma í Val þar sem ég þroskaðist mikið sem leikmaður. Tími minn hjá Val gerði það að verkum að ég komst í A-landsliðið og siðar út í atvinnumennsku. Ég vona innilega að Emil njóti sín jafn vel og ég gerði í Val og noti öll þau tækifæri sem honum býðst."


Athugasemdir
banner
banner
banner