Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. júlí 2015 13:05
Elvar Geir Magnússon
Emil Atlason í Val (Staðfest)
Ólafur Jóhannesson og Emil Atlason.
Ólafur Jóhannesson og Emil Atlason.
Mynd: Valur
Sóknarmaðurinn Emil Atlason er genginn formlega í raðir Vals en tilkynning um málið var að berast frá Hlíðarendafélaginu.

Tilkynning frá Val:
Valur og KR hafa komist að samkomulagi um vistaskipti Emils Atlasonar. Emil hefur leikið með KR frá árinu 2013 en var á láni hjá þýska liðinu Preussen Munster. Emil Atlason er af miklum Valsættum en Atli Eðvaldsson faðir hans var á sínum tíma leikmaður hjá Val og síðar þjálfari. Jóhannes Eðvaldsson, bróðir Atla spilaði með Val áður en hann gekk til liðs við Celtic og Sif Atladóttir systir Emils spilaði einnig með Val í nokkur ár.

Emil hefur spilað 63 leiki í efstu deild og skorað í þeim 12 mörk. Einnig á Emil 12 leiki að baki með U-21 árs landsliðinu þar sem hann hefur skorað 8 mörk.

Árangur Emils með U-21 landsliðinu vakti þannig áhuga að Emil var um tíma einn af sex áhugaverðustu ungu leikmönnum Evrópu.

Emil sem er kraftmikill og sterkur leikmaður á eftir að styrkja leikmannahóp Vals verulega í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar.

Valsætt Emils Atlasonar:
Atli Eðvaldsson: 93 Valsleikir, 31 mark
Jóhannes Eðvaldsson : 92 Valsleikir, 28 mörk
Sif Atladóttir, 57 Valsleikir, 4 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner