Jósef Kristinn Jósefsson, vinstri bakvörður Grindvíkinga, skoraði beint úr hornspyrnu í 3-0 sigri liðsins á Fjarðabyggð í 1. deildinni í fyrradag.
„Það var mikill vindur á annað markið og þegar ég sparkaði í boltann vissi ég að það væri góður möguleiki á að hann færi inn. Þannig já ég var að reyna að skora," sagði Jósef við Fótbolta.net aðspurður út í markið.
Jósef skoraði einnig beint úr horni gegn Fjarðabyggð í Lengjubikarnum í vor. Jósef jafnaði þá í viðbótartíma með marki úr hornspyrnu en sá leikur var í Akraneshöllinni.
„Það var aðeins erfiðara að skora í logninu þar enda hef ég ekki tekið mikið að hornspyrnum fyrir meistaraflokk í gegnum tíðina," sagði Jósef.
Grindvíkingar eru taplausir í síðustu fjórum leikjum í 1. deildinni en liðið er nú í fimmta sæti deildarinnar, sjö stigum frá toppnum.
„Að undanförnu hef ég verið ánægður með okkur en það er mikið eftir af tímabilinu og þurfum við að fara hala inn fleiri stig ef við ætlum okkur að blanda okkur í toppbaráttuna sem verður mjög erfitt það sem eru mörg mjög jöfn lið."
„Ég held ef að menn nenna að leggja sig jafn mikið fram í leikjum eins og undanfarið þá eru okkur allir vegir færir. Við verðum að trúa að við getum farið í alla leiki og unnið þá. Ef menn er tilbúnir að bakka hvern annan upp hvort sem að við erum að vinna eða tapa í leikjum, þá hef ég litlar áhyggjur af okkur. Þá munum við vinna marga leiki í seinni umferðinni."
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir