Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 21. júlí 2015 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Lahm: Ekki útilokað að Muller fari til Man Utd
Phillip Lahm og Thomas Muller
Phillip Lahm og Thomas Muller
Mynd: Getty Images
Phillip Lahm, fyrirliði Bayern Munchen, segir að hann geti ekki tryggt það að Thomas Muller muni ekki fylgja Bastian Schweinsteiger frá félaginu til Manchester United.

Louis Van Gaal, stjóri Man Utd, greindi frá því á mánudag að hann hefði áhuga á sóknarmanni sem ekki hefði áður verið orðaður við enska stórliðið.

Samkvæmt heimildum í Þýskalandi er þessi leikmaður Thomas Muller, framherji Bayern og er United sagt undirbúa risatilboð í framherjann.

"Það er ekki mín ákvörðun, en hlutirnir geta gerst mjög fljótt í fótbolta," sagði Lahm þegar hann var spurður út í málið.

"Ég get svo sannarlega ekki útilokað það að Thomas Muller fari til Man Utd."

Lahm var þó fljótur að útiloka það að hann sjálfur væri á leið frá Bayern.

"Ég er ekki á leið burt. Ég er ánægður með að hafa getað varið nánast öllum mínum ferli hjá sama félaginu," sagði Lahm
Athugasemdir
banner
banner